top of page

Aspassúpa og smábrauð

  • Elín Sizemore
  • Apr 23, 2023
  • 2 min read

Það er fátt betra en góð súpa og nýbakað brauð með, en ég er mjög vandlát á súpur. Aspassúpa er samt eitthvað sem mér hefur alltaf fundist góð. Þessi uppskrift er mjög góð og alls ekki erfitt að gera hana. Uppskriftina fékk ég á síðunni Ljúfmeti og lekkerheit https://ljufmeti.com/tag/aspassupa-uppskrift/. Ég gerði að vísu bara hálfa uppskrift þar sem við vorum fá í mat. En ég set inn heila uppskrift hér sem myndi henta 4-5 manns.

Uppskriftina fékk ég hjá uppskriftasafni Erlu Steinu https://www.uppskrift.is/Uppskrift/Einfold_smabraud__braudvel_ og rosalega góð með einmitt súpu og mun ég bókað gera þessa uppskrift aftur.

Ég byrjaði á að gera brauðin og byrjaði ekki á súpunni fyrr en brauðin voru komin í ofninn. Það hentar mjög vel og brauðin enn vel volg þegar súpan er tilbúin.


Aspassúpa


2 msk smjör

4 msk hveiti

2 litlar eða 1 stór dós grænn aspas (um 450 g.)

5 dl vatn

2 dl rjómi

1 kjúklingateningur

1 grænmetisteningur

salt

hvítur pipar


Aðferð:

1. Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við.

2. Hrærið safanum af aspasnum saman við í smáum skömmtum og hrærið vel á milli.

3. Bætið vatninu og rjómanum saman við smátt og smátt og hrærið alltaf vel á milli.

4. Setjið aspasinn og teningana út í og leyfið að sjóða um stund. Smakkið til með hvítum pipar og salti.


Smábrauð


1 1/4 tsk þurrger

600 g brauðhveiti

2 tsk sykur

2 msk olía

1 1/2 tsk salt

350 g volgt vatn


Aðferð:


1. Leysið upp gerið og sykur í volgu vatni og leyfið að standa í skálinni í nokkrar mínútur áður en afgangnum af innihaldsefnunum er hnoðað saman við.

2. Látið deigið lyfta sér í a.m.k. 30 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

3. Mótið bollur eða snittubrauð. Penslið með mjólk eða eggi og leyfið brauðunum að hefast í 80°c heitum ofni í 20 mínútur.

4. Hækkið hitann í 200°c og bakið þar til brauðin hafa tekið gylltan lit.


Aðferð í myndum:


Ég byrjaði á að undirbúa brauðin. Hér er hráefni og áhöld sem þarf til þess:

ree

ree

Ég byrjaði á að setja ger í skál ásamt sykri og volgu vatni og leyfði því að standa í smá stund.

Vigtaði öll þurrefni saman og notaði svo hnoðarann með kitchen aid.


ree

ree

ree

Ég lét það hefast í 30 mínútur áður en ég mótaði bollur. Ég gleymdi smá að taka myndir af því þegar deigið var tilbúið og þegar ég bjó til bollurnar. En ég mótaði 14 bollur úr þessu og raðaði þeim á plötu með bökunarpappír, penslaði með mjólk og bakaði fyrst í 80 gráðum í 20 mínútur og hækkaði svo hitann í 200 gráður þangað til brauðin tóku gylltan lit.


ree

Hráefni og áhöld fyir súpuna:

ree

ree

Fyrst þarf að byrja á að bræða smjör í potti og bæta svo við hveitinu.


ree

ree

Svo bætir maður við aspassafanum rólega við í smáum skömmtum og vel á milli skammta.


ree

Svo bætir maður vatni og rjóma smátt og smátt við og hræra alltaf vel á milli. Svo setja teninga út í.


ree

ree

og aspasinn líka og leyfa að sjóða í smá stund.

ree

ree

Smakka til með pipar og salti og bera svo fram súpu og nýbakað smábrauð.


ree

ree



ree

ree



 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page