top of page

Anzac slice

  • Elín Sizemore
  • Jan 29, 2023
  • 2 min read

Þessi uppskrift kemur frá kennara og er úr bókinni Get reall og er úr ástralskri barnabók. Anzac slice eða anzca biscuit er vinsæll í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hann er oft tengdur fyrri heimstyrjöldinni þar sem konur og eiginkonur sendu til hermanna sem voru erlendis í stríði því innihaldsefninn skemmast ekki auðveldllega né skemmst í flutningum.

Uppskriftin er mjög fljótleg og einföld fyrir utan það að vera bragðgott. Ég setti súkkulaðibita í mína uppskrift en það er vel hægt að hafa rúsínur eða þurrkaðar apríkósur líka. Þetta líkist meira kexi en granola bar því þegar það kólnar er það stökkt.


Uppskrift:


1 bolli hafrar

1 bolli hveiti

1 bolli púðursykur (þjappa vel)

1/2 bolli kókos

125 g smjör

2 msk sýróp

1 tsk vatn

1 1/2 tsk matarsódi.

1/2 bolli saxað suðursúkkulaði.


Aðferð:


  1. Hitið ofninn í 160 °C

  2. Smyrjið litla plötu um 26-32 cm og setjið bökunarpappír yfir.

  3. Setjið hafra, sykur og hveiti saman í skál og blandið vel saman.

  4. Setjið smjör, sýróp og vatn í pott og hitið þangað til smjör er bráðnað.

  5. Takið pott af hellunni á t.d. viðarbretti og bætið við matarsóda.

  6. Blandið smjör blöndunni við hafra blönduna og hrærið vel með sleif eða trésleif.

  7. Saxið súkkulaði og bætið í blönduna.

  8. Setjið blönduna á plötuna og þrýstið henni jafnt á hana.

  9. Bakið í 35 mínútur.

  10. Látið standa í 15 mínútur áður en þið snúið við á viðarbretti og skerið í bita.


Aðferð í myndum:


Hráefni og áhöld:


ree

ree

Setjið hafra, sykur og hveiti í skál og hrærið saman.


ree

ree

Hitið smjör, sýróp og vatn í potti, takið af þegar smjörið er bráðnað. Bætið þá matarsóda við og hrærið.


ree

ree

Setjið smjörblönduna út hafrablönduna. Setjið svo súkkulaði við.


ree

ree

Setjið á plötu og þrýstið blöndunni jafnt yfir hana.


ree

ree

Bakið í 35 mínútur.


ree

Takið úr ofninum og bíði í 15 mínútur áður en hvolft er yfir á trébretti.


ree


ree

ree


ree

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2019 by Elín Sizemore. Proudly created with Wix.com

bottom of page