Uppskriftir – Múffur
- Elín Sizemore
- Sep 18, 2019
- 1 min read
Updated: Sep 11, 2020
Eftir kaldan mánudag fannst mér tilvalið að skella í múffur sem er fyrsta verkefnið mitt í skólanum. Þetta er einföld og góð uppskrift sem gott væri að nota í kennslu í heimilisfræði.
Þessi uppskrift er alveg skotheld og komu dýrindis og dúnmjúkar múffur út í lokins sem hurfu ansi hratt á mínu heimili og verður klárlega bökuð aftur.
Uppskrift
300 g/5 dl hveiti 2½ tsk lyftiduft ½ tsk matarsódi 1/8 tsk salt 125 g smjör 80 g sykur (tæpur dl) 1 dós karamellu- eða kaffijógúrt (eða hvaða jógúrt sem er) 2 egg 1 dl mjólk ½ tsk vanilludropar 100 g súkkulaðispænir
Aðferð
Hitið ofninn í 190°C. Setjið pappírsmúffur í múffuformið.
Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og blandið því vel saman.
Myljið smjörið saman við þar til það líkist brauðmylsnu. Blandið sykrinum saman við.
Setjið jógúrt, egg, mjólk og vanillu saman í aðra skál og hrærið vel saman.
Setjið blautefnin saman við þurrefnin og hrærið lauslega saman, bætið súkkulaðikurlinu út í og hrærið aftur lauslega. Passið að ofhræra ekki þá verða múffurnar seigar.
Skiptið deiginu jafnt í 12 múffuform og bakið á næst neðstu rim í um 18 mínútur.
Kælið múffurnar á grind.
Best er að baka múffur í sérstökum múffuformum úr járni, áli eða sílikoni og klæða þau að innan pappírsmúffuformum. Þegar þær eru bakaðar er best að taka þær sem fyrst úr járnforminu (ekki pappírsformunum) og kæla þær á grind til að þær verði ekki rakar að innan. Þetta á ekki við um múffur með blautri miðju, það er betra að þær bíði í nokkrar mínútur áður en þær eru teknar úr járnforminu.










Comments